Vinaliðaverkefnið í útrás

Vinaliðaverkefnið, sem starfrækt hefur verið í skagfirskum skólum á annað ár, er nú í útrás. Árskóli er móðurskóli fyrir verkefnið og hafa þeir Gestur Sigurjónsson og Guðjón Jóhannsson (Gestur og Gaui) haldið leikjanámskeið víðsvegar um landið í tengslum við það. Hér er hægt að skoða myndskeið frá leikjanámskeiði í Þelamörk sem birtist á N4 og ber það bæði verkefninu og þeim félögum gott vitni. Hér má svo sjá umfjöllun Skessuhorns um Vinaliðaverkefnið