Kynningarfundur um framhaldsskólakerfið

Kynningarfundur  um framhaldsskólakerfið og innritun í framhaldsskóla var haldinn s.l. mánudag fyrir nemendur 10. bekkjar og foreldra þeirra. Margrét náms- og starfsráðgjafi fór yfir helstu atriði sem vert er að hafa í huga þegar líður að vali á framhaldsnámi. Á meðfylgjandi glærum er kynningin í heild sinni. Sérstaklega er bent á að forinnritun hefst 3. mars n.k. og lýkur þann 11. apríl. Lokainnritun er síðan 5. maí til 10. júní.
Á heimasíðunni menntagatt.is er að finna allar upplýsingar um innritunina og ýmsar upplýsingar um framhaldsskólana. Neðst á forsíðunni eru tvær glærukynningar sem vert er að benda á, annars vegar kynning á öllum framhaldsskólunum og námsframboði þeirra sem og upplýsingaglærur um innritunina.